Fellabakarí er að finna í Fellabæ, Egilsstöðum og er eitt stærsta smá bakarí á Íslandi með framleiðslu fyrir flesta sölustaði á Austurlandi. Bakstur í Fellabakarí einkennist af góðu hráefni og bakarahandverki sem skilar sér í fjölbreyttu úrvali af brauði og bakkelsisfíneríi. Við bökum einnig tertur fyrir öll tækifæri og útfærum þína hugmynd með metnaði. Hjá okkur er tilvalið að fá sér kaffi og ferskt bakkelsi og njóta útsýnisins yfir Lagafljót.
Meistari: Björgvin Kristjánsson
Bakari: Piotr Andrzej Reimus
Bakari: Styrmir Bragason
Endilega sendu okkur fyrirspurn eða hafðu samband í síma: 471 1800